Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Segavarnarlyf til inntöku með beina verkun

Markaðsleyfishafar segavarnarlyfjanna Eliquis (apixaban),
Pradaxa (dabigatran etexílat), Lixiana/Roteas (edoxaban) og Xarelto
(rivaroxaban) hafa í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun sent bréf
til heilbrigðisstarfsmanna
. Bréfið fjallar um aukna tíðni segamyndunar hjá
sjúklingum sem greinst hafa með andfosfólípíð heilkenni og hafa notað
rivaroxaban samanborið við warfarín.

Talið er að önnur segavarnarlyf til inntöku með beina verkun
líkt og apixaban, edoxaban og dabigatran etexílat gætu tengst ámóta aukinni
hættu á endurtekinni segamyndun, samanborið við K-vítamínhemla svo sem
warfarín.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu,
og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um lyfin Eliquis,
Pradaxa,
Lixiana
og Xarelto
í sérlyfjaskrá.

Yfirlit
yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 23. maí 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat