Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Simponi (Golimumab)

Mikilvægar breytingar á leiðbeiningum fyrir inndælingu með SmartJect áfylltum lyfjapenna

Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun vill markaðsleyfishafi Simponi koma eftirfarandi upplýsingum á framfæri:

  • Tilkynnt hefur verið um stunguslys, bognar eða sveigðar nálar og mistök við virkjun Simponi SmartJect áfyllta lyfjapennans.
  • Notkunarleiðbeiningarnar hafa þess vegna verið endurskoðaðar og eru á þessa leið:
    o Ef hettan á áfyllta lyfjapennanum hefur verið fjarlægð á ekki að setja hana aftur á, til þess að koma í veg fyrir að nálin bogni.
    o Inndælingu á eingöngu að gefa í læri eða kvið.
    o Báðar hendur eru notaðar við inndælinguna (áfyllta lyfjapennanum er haldið í annarri og þrýst er á bláa hnappinn með hinni til að hefja inndælingu).
    o Ekki á að klípa húðina þegar lyfjapenninn er látinn nema við húðina þegar inndæling er gefin.
  • Lyfjapennanum á að þrýsta að húðinni þangað til græna öryggishlífin rennur alveg inn í glæru hlífina ÁÐUR EN þrýst er á bláa hnappinn. Aðeins breiðari hluti grænu öryggishlífarinnar er áfram fyrir utan glæru hlífina.
  • Öllum sjúklingum/umönnunaraðilum á að leiðbeina um rétta notkun lyfjapennans í samræmi við endurskoðaðar notkunarleiðbeiningar, einnig þeim sem hafa áður fengið þjálfun í notkun SmartJect áfyllts lyfjapenna.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna

Síðast uppfært: 18. ágúst 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat