Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Síprox, Ciprofloxacin Alvogen, Ciprofloxacin Navamedic

Áminnt er um takmarkanir á notkun sýklalyfja af flokki flúorókínólóna til altækrar notkunar eða innöndunar en undir altæka notkun fellur meðal annars inntaka og innrennsli lyfsins

Í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun vilja markaðsleyfishafar flúorókínólón sýklalyfja til altækrar notkunar eða innöndunar minna á eftirfarandi:

  • Nýlegar rannsóknir benda til þess að flúorókínólónum sé áfram ávísað utan samþykktra ábendinga.
  • Sýklalyfjum af flokki flúorókínólóna til altækrar notkunar eða innöndunar skal EKKI ávísa fyrir:
    • Sjúklinga sem hafa áður fengið alvarlegar aukaverkanir við notkun kínólón eða flúorókínólón sýklalyfs;
    • vægar til í meðallagi alvarlegar sýkingar (þ.m.t. blöðrubólga án fylgikvilla, bráð versnun langvinnrar berkjubólgu og langvinnrar lungnateppu, bráð nefslímubólga af völdum baktería og bráð miðeyrnabólga) nema önnur sýklalyf sem almennt er mælt með fyrir þessar sýkingar séu talin óviðeigandi;
    • sýkingar sem ekki eru bakteríusýkingar, t.d. (langvinn) blöðruhálskirtilsbólga sem ekki er af völdum baktería,
    • til að koma í veg fyrir niðurgang ferðalanga eða endurteknar neðri þvagfærasýkingar
    • sýkingar sem eru ekki alvarlegar eða sjálftakmarkandi (t.d. kokbólga, hálsbólga og bráð berkjubólga),
  • Sýklalyf af flokki flúorókínólóna til altækrar notkunar eða innöndunar tengjast mjög sjaldgæfum, alvarlegum, hamlandi, langvarandi og hugsanlega óafturkræfum aukaverkunum. Þessum lyfjum ætti aðeins að ávísa við viðurkenndum ábendingum og eftir vandlegt mat á ávinningi og áhættu fyrir sjúklinginn.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 1. september 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat