Bréf til heilbrigðisstarfsmanna (DHPC) – Xeljanz

Bráðabirgðaniðurstöður klínískra rannsókna varðandi aukna hættu á alvarlegum hjarta- og æðaatvikum (MACE) og illkynja sjúkdómum við notkun lyfsins í samanburði við meðferð með TNF-alfa hemlum.

Markaðsleyfishafi lyfsins (Pfizer Europe MA EEIG) sendi 24. mars sl. í samráði við Lyfjastofnun Evrópu og Lyfjastofnun bréf til heilbrigðisstarfsmanna til að upplýsa um bráðabirgðaniðurstöður rannsóknarinnar.

Þær upplýsingar sem er mikilvægt að koma á framfæri eru eftirfarandi:

  • Bráðabirgðagögn úr klínískri rannsókn (A3921133) sem er lokið, hjá sjúklingum með iktsýki, benda til aukinnar hættu á alvarlegum hjarta- og æðaatvikum og illkynja sjúkdómum (fyrir utan húðkrabbamein önnur en sortuæxli) við notkun tofacitinibs borið saman við meðferð með TNF-alfa hemlum.
  • Halda á áfram að hafa í huga ávinning og áhættu af notkun tofacitinibs þegar ákveðið er hvort ávísa eigi lyfinu til nýrra sjúklinga eða halda áfram meðferð hjá sjúklingum sem þegar fá lyfið. Áfram á að fylgja ráðleggingum í upplýsingum um tofacitinib.
  • Ráðleggja á sjúklingum að hætta ekki að taka tofacitinib nema bera það fyrst undir lækninn og ræða við hann ef spurningar eða áhyggjur vakna.
  • Frekara mat á gögnum úr A3921133-rannsókninni og hugsanlegum áhrifum þeirra á upplýsingar um tofacitinib stendur yfir hjá Lyfjastofnun Evrópu og verður tilkynnt um endanlegar ályktanir og ráðleggingar um leið og því mati lýkur.

Nánari upplýsingar er að finna í bréfinu og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Xeljanz í sérlyfjaskrá.

Tilkynning aukaverkana

Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist Xeljanz til Lyfjastofnunar.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 16. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat