Breyting á hjálparefnum Euthyrox (levótýroxín) taflna tekur gildi 1. maí 2020

Samsetning Euthyrox taflna mun breytast og frá 1. maí 2020 verður eingöngu fáanleg ný samsetning af Euthyrox. Í nýju samsetningunni hefur laktósi verið fjarlægður en mannitóli og sítrónusýru verið bætt við.

Sýnt hefur verið fram á jafngildi gömlu og nýju samsetningarinnar með aðgengisrannsóknum. Hins vegar er mælt er með nánu eftirliti með sjúklingum sem skipta yfir í nýju samsetninguna af Euthyrox töflum, þar sem slík skipti geta valdið ójafnvægi í starfsemi skjaldkirtils vegna mismunandi upptöku hjá sumum næmum sjúklingum.

Fyrir lækna þá felur þetta í sér klíníska skoðun og eftirlit með rannsóknarniðurstöðum til að tryggja að einstaklingsbundinn skammtur sjúklings haldist við hæfi. Sérstaklega þarf að fylgjast með viðkvæmum hópum (t.d sjúklingum með skjaldkirtilskrabbamein, hjarta- og æðasjúkdóma, þunguðum konum, börnum og öldruðum).

Markaðsleyfishafi lyfsins hefur útbúið upplýsingablað fyrir sjúklinga og bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) þar sem nánar er fjallað um þessar breytingar og að auki má finna ítarlegar upplýsingar um Euthyrox í sérlyfjaskrá.

Yfirlit yfir bréf til heilbrigðisstarfsmanna.

Síðast uppfært: 18. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat