Breyttar áherslur við símsvörun frá 17. janúar

Áríðandi erindum forgangsraðað

Frá og með 17. janúar verður tekið upp nýtt verklag við símsvörun hjá Lyfjastofnun. Horfið verður frá hefðbundinni símsvörun og í staðinn verður hægt að senda inn beiðni um símtal með tvennskonar hætti. Annars vegar í gegnum “hafa samband” form á vef stofnunarinnar og hins vegar með því að lesa inn talskilaboð á símsvara. Eftir sem áður verður hægt að spjalla við starfsfólk Lyfjastofnunar í netspjallinu á milli klukkan 9-15 á virkum dögum.

Skjót afgreiðsla grundvöllur skilvirkni

Kapp verður lagt á að forgangsraða áríðandi erindum en þó kann einhverjum erindum að vera svarað skriflega ef þau eru þess eðlis.
Hringt er í þá sem óska símtals, alla virka daga milli klukkan 9:00-10:00 og 14:00-15:00. Forgang hafa símtalsbeiðnir frá fyrirtækjum sem tengjast lyfjum og lækningatækjum, og frá heilbrigðisstarfsfólki og starfsfólki apóteka.

Nákvæmni auðveldar afgreiðslu

Viðskiptavinir eru beðnir um að greina frá erindi sínu með nákvæmum hætti til þess að auðvelda flokkun, forgangsröðun og svörun beiðna. Það eykur skilvirkni og getur stytt svartíma.

Síðast uppfært: 11. janúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat