Breyttur afgreiðslutími hjá Lyfjastofnun frá 4. apríl

Afgreiðslutíminn verður styttur lítillega síðdegis en í staðinn er opið í hádeginu

Afgreiðslutími Lyfjastofnunar tekur breytingum mánudaginn 4. apríl næstkomandi. Frá og með þeim degi er opið í móttöku, svarað í síma og gegnum netspjall, samfellt frá kl. 9 – 15.

Síðustu ár hefur hlé verið gert á afgreiðslu í hádeginu, milli kl. 12 og 13, en mat stjórnenda stofnunarinnar er að betri þjónusta sé fólgin í því að hafa opið í hádeginu og stytta í staðinn lítillega afgreiðslutímann síðdegis. Nýi afgreiðslutíminn er einnig í takt við það sem gerist hjá langflestum öðrum stofnunum og ríkisfyrirtækjum. -Sem fyrr segir breytist afgreiðslutíminn frá og með 4. apríl nk.

Síðast uppfært: 31. mars 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat