COVID-19: Gagnsæi upplýsinga um lyf og bóluefni í forgrunni hjá EMA

Stofnunin hefur birt mikilvægar upplýsingar þar að lútandi.

Gagnsæi upplýsinga um lyf og bóluefnia er í forgrunni hjá Lyfjastofnun Evrópu (EMA), en stofnunin hefur nú birt upplýsingar til að stuðla enn frekar að því. Þar ber fyrst að nefna gögn úr klínískum rannsóknum lyfsins Veklury (remdesivir) sem lágu til grundvallar samþykkt lyfsins hjá sjúklingum með COVID-19 sjúkdóminn. Hins vegar hefur stofnunin birt lista yfir hvaða lyf og bóluefni hafa hlotið vísindaráðgjöf eða óformlega leiðsögn hjá sérstakri nefnd EMA um faraldurinn. Nánar má lesa um málið í frétt á vef EMA.

Síðast uppfært: 30. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat