COVID-19: Gögn um mjög sjaldgæf tilvik blóðtappa ásamt blóðflagnafæð tengd bóluefni AstraZeneca (Vaxzevria) skoðuð í stærra samhengi

Áhættan verði sett í samhengi við faraldsfræðileg gögn um sjúkdóminn, fyrirliggjandi gögn um bólusetningu og þann ávinning sem er af notkun bóluefnisins

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) fylgist enn grannt með mjög sjaldgæfum tilvikum blóðtappa þar sem magn blóðflagna er einnig minnkað (blóðflagnafæð) sem fram hafa komið eftir notkun bóluefnisins. Stofnunin mun gera nýtt mat á bóluefninu með tilliti til umræddrar aukverkunar, en nú horft er til að skoða málið í stærra samhengi. Matið fer fram að beiðni framkvæmdastjóra heilsu- og fæðuöryggis hjá Evrópusambandinu (e. EU’s Commissioner for Health and Food Safety) í kjölfar fundar heilbrigðisráðherra í Evrópusambandslöndum.

Á grunni faraldsfræði

Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) kemur til með að meta tíðni sýkinga, sjúkdómsástand þeirra sem sýkst hafa, sjúkrahúsinnlagnir og dauðsföll vegna COVID-19 sjúkdómsins, og bera saman við fyrirliggjandi gögn um gagnsemi bólusetningar með bóluefninu.

Niðurstaða mun gagnast heilbrigðisyfirvöldum

Mat CHMP mun gagnast heilbrigðisyfirvöldum á hverjum stað til að taka ákvörðun um með hvaða hætti er skynsamlegt að nota bóluefnið. Nefndin mun einnig leggja mat á hvort þörf sé á að uppfæra leiðbeiningar varðandi seinni bóluefnaskammt til þeirra sem fengið hafa þann fyrri.

Ávinningur enn talinn meiri en áhættan

Enn sem komið er telur EMA ávinning af notkun Vaxzevria meiri en áhættuna sem henni fylgir. Áfram verður þó fylgst grannt með öryggi og virkni bóluefnisins og upplýsingum þar um miðlað til almennings svo fljótt sem verða má.

Frétt EMA

Upplýsingar um bóluefni AstraZeneca, Vaxzevria

Síðast uppfært: 14. apríl 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat