COVID-19: Mælt með notkun dexametasóns hjá alvarlega veikum sjúklingum

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur lokið mati á niðurstöðum RECOVERY rannsóknarinnar sem snýr að notkun dexametasóns hjá sjúklingum með COVID-19.

Byggt á þeim gögnum sem fyrir liggja mælir EMA með notkun dexametasóns hjá fullorðnum og unglingum (frá 12 ára aldri og yfir 40 kg) sem þurfa súrefnisgjöf eða öndunaraðstoð. Lyfið er hægt að gefa hvort tveggja um munn eða í bláæð. Ráðlagður skammtur er 6 mg daglega í allt að 10 daga.

Fyrirtæki sem markaðssetja dexametasón geta sótt um að fá viðbótarábendingu við markaðsleyfið með breytingaumsókn til lyfjayfirvalda. Breytingar á lyfjatextum fyrir heilbrigðisstarfsfólk og sjúklinga liggja þegar fyrir.

Nánar í frétt á vef EMA.

Síðast uppfært: 1. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat