COVID-19: Mat á örvunarskömmtum fyrir unglinga hafið fyrir bóluefni BioNTech/Pfizer (Comirnaty)

Örvunarskammtar eru gefnir þeim sem lokið hafa grunnbólusetningu í þeim tilgangi að endurvekja vörn af bóluefni þegar hún hefur minnkað.

Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur hafið mat á notkun örvunarskammts af COVID-19 bóluefninu Comirnaty hjá unglingum 12-15 ára. Umsókn um notkun örvunarskammts hjá 16-17 ára einstaklingum er einnig í ferli.

Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) mun rýna innsend gögn í flýtimati, þ.m.t. gögn frá bólusetningum í Ísrael. EMA mun miðla niðurstöðu matsins fljótlega.

Nánar í frétt EMA

Síðast uppfært: 9. febrúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat