EMA hefur mat á bóluefni gegn apabólu

Sérfræðinefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hefur hafið mat á gögnum til þess að útvíkka ábendingu Imvanex fyrir apabólu.

Bóluefnið Imvanex hefur markaðsleyfi í Evrópu sem fyrirbyggjandi vörn gegn bólusótt í fullorðnum.

Lyfið inniheldur lifandi form af veirunni vaccinia Ankara sem er skyld þeirri veiru sem veldur bólusótt. Vegna mikilla líkinda bólusóttar og apabólu er Imvanex einnig talið gagnast sem bóluefni gegn apabólu.

Ákvörðun CHMP byggir á mati á niðurstöðum frá rannsóknastofu (e. non-clinical data). Þessar rannsóknir hafa gefið til kynna að bóluefnið komi af stað mótefnaframleiðslu gegn veirunni sem veldur apabólu og veiti þannig mögulega vörn gegn sjúkdómnum.

Sem stendur eru til mjög takmarkaðar birgðir af Imvanex í löndum Evrópusambandsins. Imvanex er markaðssett sem Jynneos í Bandaríkjunum þar sem það er notað gegn bæði bólusótt og apabólu.

Sjá nánari upplýsingar um Imvanex á vef EMA.

Frekari upplýsingar um Jynneos er að finna á vef EMA.

Síðast uppfært: 1. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat