EMA heldur kynningarfundi um samevrópska gátt fyrir klínískar lyfjarannsóknir (CTIS)

Kynningarfundirnir eru sérsniðnir að þörfum bakhjarla klínískra rannsókna

Lyfjastofnun Evrópu mun á næstunni bjóða upp á margvíslega kynningarfundi fyrir bakhjarla klínískra lyfjarannsókna á nýrri samevrópskri gátt (CTIS). Fundunum verður streymt í beinni útsendingu á vef EMA og ekki er þörf á skráningu.

Bakhjarlar klínískra lyfjarannsókna eru sérstaklega hvattir til þess að kynna sér fyrirfram efni handbókar og kynningarefni um CTIS svo fundartíminn nýtist sem best í yfirferð á öðru efni.

Yfirlit yfir dagskrá kynningarfundanna má finna á sérstakri síðu um viðburði á vegum EMA.

Síðast uppfært: 21. febrúar 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat