Enginn óútskýrður launamunur á milli kynjanna hjá Lyfjastofnun

Þetta sýna niðurstöður nýlegrar launagreiningar sem náði til alls starfsfólks stofnunarinnar

Á dögunum fór fram árleg launagreining hjá Lyfjastofnun í tengslum við úttekt og endurútgáfu skírteinis á jafnlaunastjórnunarkerfi stofnunarinnar. Niðurstöður launagreiningarinnar sýna að óútskýrður launamunur hjá Lyfjastofnun milli kynjanna, þegar búið er að taka tillit til menntunar, starfsreynslu og tegundar starfs er 0,0%.

Við erum einstaklega ánægð að sjá þann mikla árangur sem náðst hefur á síðustu tveimur árum í að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá stofnuninni. Við höfum tekið jafnlaunavinnu okkar mjög alvarlega og afraksturinn hefur því ekki látið á sér standa

Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar

Í þetta sinn fór einnig fram launagreining á einstökum starfaflokkum en vegna mismunandi fjölda starfsfólks í hverjum flokki er einungis unnt að birta niðurstöður þess stærsta svo ekki sé hægt að rekja niðurstöðurnar til ákveðinna starfsmanna. Niðurstöður launagreiningar í þeim flokki sýna að óútskýrður kynbundinn launamunur er 1,4% körlum í hag. Þó að launamunurinn sé hærri innan þessa stærsta starfaflokks en í heildargreiningunni er niðurstaðan engu að síður mjög góð og innan settra markmiða sem eru 2%.

Síðast uppfært: 10. júní 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat