Enginn skortur er á gyllinæðarkremi

Að undanförnu hefur borið á þeim misskilningi að gyllinæðarkrem séu aðeins fáanleg á Íslandi með því að ávísa undanþágulyfseðli Endaþarmssmyrslið Proctosedyl er fáanlegt í apótekum án lyfseðils. Það inniheldur virku efnin hýdrókortisón, cinkókaín, neómýsín B og asekúlin.

Doloproct stílar og krem voru nýlega afskráð, sjá hér frétt þar sem Lyfjastofnun hvetur lyfjafyrirtæki til að skrá stíla með þessari ábendingu.

Vegna skorts á stílum hafa heildsölur útvegað óskráða stíla sem læknar hafa getað ávísað gegn undanþágu, ýmist Doloproct (virk efni flúókortólón og lídókaín) eða Xyloproct (virk efni hýdrókortisón og lídókaín).

Ef sjúklingar geta af einhverjum ástæðum ekki notað skráða endaþarmssmyrslið Proctosedyl er hægt að sækja um undanþágu til þess að nota óskráða endaþarmskremið Xyloproct og rökstyður læknir þá af hverju ekki er hægt að nota skráða lyfið.

Lyfjastofnun minnir á að að óskráðum lyfjum fylgja yfirleitt engar upplýsingar eða áletranir á íslensku og upplýsingagjöf lækna til sjúklinga er því enn mikilvægari en venjulega.

Síðast uppfært: 6. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat