Framkvæmdir á húsnæði Lyfjastofnunar, að Vínlandsleið 14, hafa staðið yfir um nokkurt skeið þar sem verið er að betrumbæta aðstöðuna svo hún henti betur starfsemi stofnunarinnar.
Framkvæmdum á annarri hæð hússins er nú lokið og því er komið að því að flytja starfsemina niður á aðra hæð. Vegna þessa er hugsanlegt að rask verði á veittri þjónustu þrátt fyrir að kapp verði lagt á að lágmarka hugsanleg áhrif flutninganna á þjónustustig.
Með þökk fyrir stuðning og skilning.