Forstjóri Lyfjastofnunar formaður vinnuhóps HMA

Samtök forstjóra lyfjastofnana EES
ríkjanna (HMA) taka þátt í að móta lagaumhverfi lyfjamála í Evrópu ásamt Lyfjastofnun Evrópu og
Framkvæmdastjórn ESB. Ýmsir
vinnuhópar starfa á vegum samtakanna, þar á meðal Regulatory
Optimisation Group (ROG), hópur sem vinnur að því að yfirfara og leggja til
úrbætur á gildandi lagaumhverfi, í því skyni m.a. að gera það skýrara og
skilvirkara. ROG er þverfaglegur hópur þar sem saman vinna m.a. sérfræðingar á sviði
laga, viðskipta og tölvumála og fjallað er bæði um manna- og dýralyf.

Í síðustu
viku var forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, kosin formaður
ROG þegar hópurinn kom saman í tengslum við reglubundinn fund HMA sem að þessu
sinni fór fram í Helsinki. 

Runa-rogFrá vinstri: Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og nýr formaður ROG, Hugo Hurts, forstjóri hollensku Lyfjastofnunarinnar og tengiliður við HMA, Zaide Frias, deildarstjóri matsdeildar mannalyfja hjá Lyfjastofnun Evrópu og nýr varaformaður ROG. 

Síðast uppfært: 25. september 2019
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat