Samtök forstjóra lyfjastofnana EES
ríkjanna (HMA) taka þátt í að móta lagaumhverfi lyfjamála í Evrópu ásamt Lyfjastofnun Evrópu og
Framkvæmdastjórn ESB. Ýmsir
vinnuhópar starfa á vegum samtakanna, þar á meðal Regulatory
Optimisation Group (ROG), hópur sem vinnur að því að yfirfara og leggja til
úrbætur á gildandi lagaumhverfi, í því skyni m.a. að gera það skýrara og
skilvirkara. ROG er þverfaglegur hópur þar sem saman vinna m.a. sérfræðingar á sviði
laga, viðskipta og tölvumála og fjallað er bæði um manna- og dýralyf.
Í síðustu
viku var forstjóri Lyfjastofnunar, Rúna Hauksdóttir Hvannberg, kosin formaður
ROG þegar hópurinn kom saman í tengslum við reglubundinn fund HMA sem að þessu
sinni fór fram í Helsinki.
Frá vinstri: Rúna Hauksdóttir Hvannberg, forstjóri Lyfjastofnunar og nýr formaður ROG, Hugo Hurts, forstjóri hollensku Lyfjastofnunarinnar og tengiliður við HMA, Zaide Frias, deildarstjóri matsdeildar mannalyfja hjá Lyfjastofnun Evrópu og nýr varaformaður ROG.