Lyfjastofnun boðar til funda dagana 17. og 18.
janúar nk. með hagsmunaaðilum. Fundirnir varða útgöngu Breta úr
Evrópusambandinu (Brexit) og hugsanleg áhrif þess á hagsmunaaðila
Lyfjastofnunar. Gert er ráð fyrir erindum frá Lyfjastofnun auk umræðna í lok
fundar. Dagskrá fundanna verður kynnt síðar.
Fundirnir
verða sem hér segir
17.
janúar
14:30-16:00
Markaðsleyfishafar og umboðsmenn
Skráning fyrir markaðsleyfishafa og umboðsmenn.
18.
janúar
09:00-10:30
Apótek og heilbrigðisstofnanir
Skráning fyrir apótek og heilbrigðisstofnanir.
Fundirnir fara fram í húsnæði Lyfjastofnunar,
Vínlandsleið 14 í Grafarvogi. Vegna takmarkaðra sæta býðst hverju fyrirtæki að
senda 1-2 fulltrúa.
Upptaka af fundunum verður gerð aðgengileg á vef
Lyfjastofnunar fyrir þá sem ekki sjá sér fært að mæta.