Fundur PRAC, lyfjaöryggisnefndar EMA í febrúar

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) fundaði dagana 5.-8. febrúar sl.

Á fundi sérfræðinganefndarinnar var m.a. samþykkt að minna á hættu sem tengst getur notkun COVID-19 lyfsins Paxlovid, þegar það er notað samhliða sumum ónæmisbælandi lyfjum. Annars vegar svokölluðum kalsíneurín-hemlum (calcineurin inhibitors (tacrolimus, ciclosporin)), hins vegar mTOR-hemlum (everolimus, sirolimus).

Ákveðið var að senda bréf til heilbrigðisstarfsfólks (DHPC) til að undirstrika þessa áhættu.

Nánar í frétt og upplýsingum EMA

Síðast uppfært: 16. febrúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat