Gildistöku reglna um lyfjaávísanir frestað

Í lok janúar var sagt frá ákvörðun Lyfjastofnunar um að takmarka afgreiðslu tiltekinna sterkra verkjalyfja, sem lið í að bregðast við vaxandi fíknineyslu. Reglurnar áttu að ganga í gildi 3. apríl, um leið og ný reglugerð heilbrigðisráðherra um lyfjaávísanir og afhendingu lyfja. Nú hefur gildistöku þeirrar reglugerðar verið frestað til 1. júlí, og því hefur verið ákveðið hjá Lyfjastofnun að nýjar reglur stofnunarinnar um lyfjaávísanir bíði einnig, svo samræma megi þær inntaki nýrrar reglugerðar.

Engar breytingar verða því á reglum um lyfjaávísanir í byrjun næsta mánaðar. Lyfjastofnun mun láta vita um slíkar breytingar með góðum fyrirvara þegar þar að kemur, og miðla upplýsingum til þeirra er málið varðar. 

Síðast uppfært: 27. mars 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat