Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar viðskiptavinum og landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökkum fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.
Lyfjastofnun sendir ekki hefðbundin jólakort í ár en ver í staðinn fjárhæð til góðgerðarmála sem starfsfólk stofnunarinnar velur. Í þetta sinn urðu Píeta samtökin fyrir valinu.
Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar verður með sama sniði og fyrri ár.
Opið verður alla almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma, en þó með þeirri undantekningu að stofnunin verður lokuð dagana 24. og 31. desember. Dagana 23. desember og 27. – 30. desember verður lágmarksþjónusta. Sjá nánari upplýsingar um opnunartíma og afgreiðslutakmarkanir yfir jól og áramót.