Gleðilega hátíð

Hátíðarkveðja frá starfsfólki Lyfjastofnunar

Starfsfólk Lyfjastofnunar óskar landsmönnum öllum gleðilegrar hátíðar með þökk fyrir samskiptin á árinu sem er að líða.

Eins og undanfarin ár styrkir Lyfjastofnun góðgerðarsamtök sem starfsfólk stofnunarinnar velur, í stað þess að senda hefðbundin jólakort. Að þessu sinni hlýtur Geðhjálp styrk stofnunarinnar, en félagið vinnur að geðheilbrigðismálum og að bættum hag þeirra sem eiga við geðræn vandamál að stríða, barna og fullorðinna, svo og aðstandenda þeirra.

Opnunartími hjá Lyfjastofnun yfir hátíðarnar verður með sama sniði og fyrri ár. Opið verður alla almenna vinnudaga á venjulegum opnunartíma. Dagana 23. desember - 3. janúar 2025 verður lágmarksþjónusta.

Hefðbundin starfsemi hefst að nýju 6. janúar 2025

Síðast uppfært: 9. desember 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat