Hafa samband – ný gátt á vef Lyfjastofnunar

Gáttin flýtir fyrir vinnslu mála og skilvirkni eykst

Nýlega var opnuð á vef Lyfjastofnunar gátt sem flýtir fyrir miðlun og vinnslu upplýsinga og svörun fyrirspurna. Gáttin er þannig uppbyggð að erindið berst beint til þeirra starfsmanna sem sinna viðkomandi málaflokki.

Allar upplýsingar sem berast eru skráðar í málaskrá Lyfjastofnunar í samræmi við lög um opinber skjalasöfn, og þeim sem senda erindi er bent á að gefa aðeins upp þær persónulegu upplýsingar sem nauðsynlegar eru til að leysa úr erindinu.

Gáttina er að finna neðst á forsíðu vefs Lyfjastofnunar, í svokölluðum fæti.

Síðast uppfært: 14. júlí 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat