Innleiðing rafrænna eyðublaða á Ísland.is

Rafrænu eyðublöðin eru auðveldari í notkun en fyrri eyðublöð, og öryggi í meðferð gagna eykst. Nokkur eyðublöð eru þegar aðgengileg

Lyfjastofnun vinnur nú að innleiðingu rafrænna eyðublaða á Ísland.is sem munu leysa af hólmi eyðublöð sem hafa verið aðgengileg á Mínum síðum Lyfjastofnunar. Markmið þessarar breytingar er að einfalda og auka skilvirkni í meðferð umsókna og tilkynninga hvers konar.

Þegar eru nokkur eyðublöð aðgengileg og næstu misseri mun þeim fjölga jafnt og þétt.

Kostir breytingarinnar

Með flutningi þjónustunnar yfir á Ísland.is verða rafræn eyðublöð aðgengileg á einum stað. Þetta hefur í för með sér ýmsa kosti.

  • Þægindi: Notendur geta nýtt sér þjónustuna með einni innskráningu á Ísland.is og haft jafnframt aðgang að eyðublöðum frá fleiri stofnunum á einum stað
  • Samræmi: Með þessu ferli eru rafrænar umsóknir í samræmi við annars konar rafræna þjónustu hins opinbera, sem eykur skilvirkni og styttir umsóknartíma
  • Aukið öryggi: Ísland.is fylgir ströngum öryggisstöðlum við vinnslu og varðveislu persónuupplýsinga, sem tryggir örugga meðferð gagna
  • Notendavæn þjónusta: Rafrænu eyðublöðin eru þægilegri í notkun, með leiðbeiningum og stuðningi sem auðveldar að fylla þau út og senda inn

Á meðan á innleiðingunni stendur verður áfram hægt að nýta Mínar síður Lyfjastofnunar til að sækja um og senda inn eyðublöð til 1. janúar 2025. Nánari upplýsingar og yfirlit yfir staðsetningu hvers eyðublaðs má nálgast á vef Lyfjastofnunar.

Lyfjastofnun hvetur alla til að nýta sér þessa breytingu og vonast til að hún leiði til bættrar þjónustu; einfaldara ferlis fyrir notendur og aukinnar skilvirkni í vinnslu hjá stofnuninni, sem mun spara tíma og auka afköst.

Síðast uppfært: 10. október 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat