Jafnlaunaúttekt hjá Lyfjastofnun

Niðurstöður leiða í ljós að launamunur milli kynja er innan viðmiðunarmarka

Á dögunum fór fram árleg launagreining hjá Lyfjastofnun í tengslum við úttekt og viðhalds skírteinis á jafnlaunakerfi stofnunarinnar. Niðurstöður leiða í ljós að launamunur milli kynja er innan viðmiðunarmarka jafnréttisáætlunar.

Engin frábrigði komu í ljós í úttektinni og sannreynt var að jafnlaunakerfi stofnunarinnar er hannað til að ná markmiðum og stefnu í jafnlaunamálum. Vilji stjórnenda til að vinna að stöðugum umbótum er talið til styrkleika jafnlaunakerfisins. Bent var á sjö tækifæri til úrbóta og áfram verður unnið að því að óútskýrður launamunur hverfi.

Markmið jafnréttisáætlunar Lyfjastofnunar er að stuðla að jöfnum rétti starfsfólks, og samræmdu og gegnsæju verklagi við launasetningu. Þar er kveðið á um að mæla skuli reglulega hvort um óútskýrðan launamun sé að ræða innan stofnunarinnar og er markmiðið að hann haldist innan við 1,5% með skýringarhlutfall R2 yfir 85%.

Launamunur innan marka

Í launagreiningu sem lá til grundvallar úttektinni voru metin laun ágústmánaðar 2024. Niðurstaða þeirrar greiningar sýndi 0,7% launamun, konum í hag, með skýringarhlutfall R2 upp á 92,4%. Árið áður sýndi sambærileg greining 1,85% launamun, körlum í hag, með skýringarhlutfall upp á 89,8%.

Síðast uppfært: 12. nóvember 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat