Gefnar hafa verið út leiðbeiningar fyrir lyfjabúðir varðandi fölsuð skilríki. Við afhendingu lyfseðilsskyldra lyfja er nauðsynlegt að leggja mat á að sá aðili sem framvísar persónuskilríkjum sé réttmætur handhafi skilríkjanna. Gildir þetta mat jafnframt um þau tilvik þegar framvísað er skriflegum umboðsgögnum vegna afhendingar lyfseðilsskyldra lyfja.
Notkun á fölsuðum umboðsgögnum og fölsuðum skilríkjum er refsiverður verknaður,fólginn í því að nota falsað skjal, eða gögn geymd á tölvutæku formi, til að blekkja með skjalinu eða gögnunum í viðskiptum. Lyfjastofnun hefur unnið í samvinnu við lögreglu amantekt á leiðbeinandi verklagi til að bregðast við með samræmdum hætti við notkun á fölsuðum skilríkjum og gögnum. Samhliða þeirri samvinnu hefur lögreglan mótað samræmd viðbrögð lögreglu á vettvangi.
Í leiðbeiningunum er nánar fjallað um aðgerðir lyfjabúða vegna gruns um skjalafals, samskipti við lögreglu og hvernig eigi að sannreyna stafrænt ökuskírteini,