Lyf á markað í stað undanþágulyfja – upplýsingar til lækna

Lyfjastofnun vill vekja athygli á því að komin eru á markað
lyf sem leysa af hólmi nokkur algeng undanþágulyf. Ekki er því þörf á að sækja
um heimild til að nota undanþágulyf í þessum tilfellum.

Almenna reglan er sú að
slíkar undanþágubeiðnir eru endursendar með upplýsingum um að nú sé skráð lyf
fáanlegt gegn venjulegum lyfseðli. Ef nauðsynlegt er að nota ákveðið óskráð
sérlyf fyrir einstaka sjúklinga verður það að koma fram í rökstuðningi læknis.

  • Nystan
    mixtúra: Lyfið inniheldur 100.000 a.e./ml nystatin og er sambærilegt við Mycostatin sem nú er afskráð.
    Sambærileg mixtúra, Nystimex
    er nú skráð og kom á markað í sumar.
  • Quinine
    Sulfate:
    Skráða lyfið var ófáanlegt
    í byrjun árs og var lyf með sama heiti (Quinine Sulfate) flutt inn á undanþágu.
    Skráða lyfið Quinine
    Sulfate Actavis
    er nú
    aftur fáanlegt.
  • Folsaure
    5 mg töflur: Skráða lyfið Folic Acid
    töflur hefur verið ófánlegt til nokkurs tíma og flutt var inn óskráða lyfið
    Folsaure. Nýtt sambærilegt lyf, Folsyra
    Evolan
    , kom á markað 1. október sl.
  • Testogel/Tostrex:
    Skráða lyfið Testogel var ófáanlegt um tíma. Flutt voru inn nokkur sérlyf á
    undanþágu til að nota á meðan. Skráða lyfið Testogel
    er nú aftur fáanlegt.
  • Gutron
    inniheldur 2,5 mg midodrin og hefur verið notað gegn undanþágu meðan ekkert
    slíkt lyf var skráð á Íslandi. Nú eru komin tvö lyf á markað í 2,5 mg og 5 mg
    styrkleika, Midodrin
    Evolan
    og Hypotron.
  • Miralax.
    Miralax er hægðalosandi lyf sem inniheldur makrógól í blöndum og hefur einkum
    verið notað fyrir börn þar sem skráð lyf hafa ekki hentað börnum. Nú er komið á
    markað sambærilegt lyf, Movicol
    Junior Neutral
    sem ætlað er börnum og er bragðlaust.
  • Carbimazol/Thacapzol;Thiamazol:
    Lyf við ofvirkum skjaldkirtli hafa eingöngu verið fáanleg gegn undanþágu til
    fjölda ára. Þann 1. desember nk. er væntanlegt á markað lyfið Thiamazole Uni-Pharma 5 mg töflur.

Vakin er athygli á nýlegri síðu um
lyfjaskort
hér á vefnum en hún er aðgengileg í gegnum hnapp á forsíðu. Á
síðunni eru upplýsingar um skráð lyf sem hafa verið ófáanleg í lengri tíma og
hvernig er hægt að bregðast við eftir því sem við á.

Minnt er á að lyf í rafrænni undanþágulyfjaverðskrá hafa ekki
markaðsleyfi á Íslandi frekar en önnur óskráð lyf, Lyfjastofnun hefur ekki
metið lyfin og þeim fylgja engar upplýsingar eða áletranir á íslensku fyrir
sjúkling.

Síðast uppfært: 21. nóvember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat