Lyfjastofnun boðar tillögur til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja

Misnotkun sterkra verkjalyfja og annarra ávana- og
fíknilyfja er þekkt vandamál. Ákveðnar vísbendingar gefa til kynna að vandinn
fari mögulega vaxandi. Ýmsar hömlur
og sérstakt eftirlit á nú þegar við um þessi lyf en nægir ekki til að mati
Lyfjastofnunar. Það er mat Lyfjastofnunar að vel athuguðu máli að
árangursríkast sé að takmarka það magn sem ávísa má af þessum lyfjum í hverri
lyfjaávísun. Með því telur Lyfjastofnun að draga megi úr heildarmagni lyfjanna
sem er í umferð hverju sinni og þannig megi sporna gegn áðurnefndri misnotkun. Með
það að markmiði að stjórnvöld taki höndum saman um að stemma stigu við þessum
vanda í tengslum við mikla notkun ávana- og fíknilyfja sem blasir við,
fyrirhugar Lyfjastofnun að takmarka frekar leyfilegt magn þegar
eftirritunarskyldum lyfjum er ávísað.

Í ljósi framangreinds
mun Lyfjastofnun óska eftir athugasemdum, umsögnum eða öðrum upplýsingum sem
málið kunna að varða, frá t.d. markaðsleyfishöfum, lyfjaheildsölum, lyfjabúðum,
læknum og lyfjafræðingum. Frekari fréttir, þar sem fram munu koma nánari
upplýsingar sem og óskað verður eftir nefndum athugasemdum, umsögnum eða öðrum
upplýsingum verða birtar á vef Lyfjastofnunar á næstu vikum.

Sjá einnig:

Heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja takmarkist við tilgreint hámarksmagn hvers lyfs: umsagna óskað

Tillögur að ráðstöfunum Lyfjastofnunar til að hamla gegn misnotkun eftirritunarskyldra lyfja

Síðast uppfært: 30. ágúst 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat