Lyfjastofnun Evrópu (EMA) hefur mat á notkun Spikevax hjá aldurshópnum 6-11 ára

Gert er ráð fyrir að niðurstöður matsins geti legið fyrir eftir um tvo mánuði

EMA hefur hafið mat á umsókn fyrir COVID-19 bóluefnið Spikevax (Moderna) sem lýtur að því hvort nota megi það hjá einstaklingum 6-11 ára. Núna er það samþykkt fyrir 12 ára og eldri.

Sérfræðinganefnd EMA um lyf fyrir menn (CHMP) mun meta gögn um bóluefnið, þar á meðal niðurstöður yfirstandandi klínískrar rannsóknar meðal 6-11 ára barna í því skyni að ákveða hvort eigi að útvíkka ábendingu lyfsins fyrir umræddan aldurshóp. Búist er við að niðurstöður geti legið fyrir eftir u.þ.b. tvo mánuði nema þörf sé á viðbótargögnum.

EMA mun miðla niðurstöðum matsins þegar þær liggja fyrir.

Sjá nánar í frétt EMA.

Síðast uppfært: 10. nóvember 2021
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat