Lyfjastofnun hefur hafið birtingu stjórnvaldsákvarðana vegna lyfjaauglýsinga á vef sínum. Nær birting þessi yfir stjórnvaldsákvarðanir svo sem bann við auglýsingum, eða áminningar sem stofnunin veitir í tengslum við lyfjaauglýsingar. Þetta er meðal annars gert til þess að auka gagnsæi í starfsemi stofnunarinnar. Vakin er athygli á því að birtingin tekur eingöngu til ákvarðana sem teknar eru frá og með 1. janúar 2020.
Nú hafa verið birtar á vef stofnunarinnar fyrstu ákvarðanirnar sem teknar hafa verið frá áramótum.