Lyfjastofnun hefur tekið ákvörðun um tungumálakröfu fyrir ígræðiskort og fylgigögn

Gert er ráð fyrir að ígræðiskort og fylgigögn ígræðanlegra lækningatækja séu að jafnaði á íslensku

Ígræði er tilbúinn hlutur sem komið er fyrir í líkamanum til að sinna ákveðnu hlutverki. Heilbrigðisstofnanir bera ábyrgð á að afhenda sjúklingi ígræðiskort þar sem fram koma upplýsingar um ígræðið og varúðarráðstafanir vegna þess.

Lyfjastofnun ber samkvæmt 19. gr. laga um lækningatæki að setja reglur um tungumálakröfur sem gerðar eru til þeirra upplýsinga sem fylgja ígræðanlegum tækjum. Þessar reglur hafa nú verið settar og samkvæmt þeim eiga ígræðiskort sem heilbrigðisstofnanir afhenda sjúklingum að jafnaði að vera á íslensku. Verði því ekki við komið er heimilt að kortin séu á ensku eða öðru Norðurlandamáli, nema finnsku. Sömu tungumálakröfur gilda um fylgigögn ígræðis sem framleiðanda þess ber að birta á vefsetri sínu skv. 18. gr. reglugerðar ESB um lækningatæki.

Nánar um lækningatæki á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 20. mars 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat