Lyfjaverðskrá endurútgefin enn á ný

Lyfjaverðskrá 1. febrúar 2024 endurútgefin til að draga úr áhrifum skorts á lyfinu Hyrimoz

Ástæða endurútgáfu er sú að vegna skorts á leyfisskylda lyfinu Hyrimoz (adalimumab) var ákveðið að setja sambærileg lyf í viðmiðunarverðflokka svo sjúklingar geti haldið áfram lyfjameðferð. Lyf með virka efninu adalimumab (L04AB04) eru fyrstu leyfisskyldu lyfin sem Lyfjastofnun raðar á skiptiskrá og í viðmiðunarverðflokka.

Samkvæmt 52. gr. lyfjalaga nr. 100/2020 skal stofnunin halda úti skiptiskrá þar sem samheitalyfjum, líftæknilyfjahliðstæðum og lyfjum sem hafa sambærileg meðferðaráhrif er raðað saman. Þar sem um er að ræða leyfisskyld lyf stýrir lyfjanefnd Landspítala hvaða lyf skuli afgreiða í lyfjabúðum með útgáfu lyfjaleyfa.

  • Dæmi: Lyfjastofnun heimilar að lyfjafræðingar breyti ávísun læknis fyrir Hyrimoz stungulyf 40 mg, 0,8ml x 2 áfyllta penna (vnr. 371157) í Imraldi stungulyf 40 mg, 0,8ml x 2 áfyllta penna (vnr. 458266).

Uppfærða verðskrá, ásamt öðrum skjölum má nálgast í gegnum meðfylgjandi slóð.

Nánar um skiptiskrá og leiðbeiningar um röðun í viðmiðunarverðflokka.

Síðast uppfært: 9. febrúar 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat