Skiptiskrá lyfja aðgengileg í nýrri vefþjónustu frá áramótum

Eldri útgáfa verður keyrð samhliða til að tryggja aðgengi að gögnum

Skiptiskrá lyfja verður gerð aðgengileg frá og með áramótum í nýrri vefþjónustu lyfjaverðskrár. Upplýsingarnar verða einnig aðgengilegar þeim sem vilja nýta sér í útgefinni excel skrá (í sér dálki).

Eldri útgáfa vefþjónustu lyfjaverðskrár verður einnig aðgengileg til þess að tryggja aðgengi að gögnum. Þeir sem hafa ekki þörf fyrir upplýsingar um skiptiskrá lyfja geta því nýtt sér eldri útgáfuna án vandræða.

Hvaða upplýsingar inniheldur skiptiskrá?

Í skiptiskrá er raðað saman samheitalyfjum, líftæknilyfjahliðstæðum og lyfjum með sambærileg meðferðaráhrif. Skiptiskrá er óháð pakkningastærðum. Leyfisskyld lyf, undanþágulyf, forskriftarlyf og dýralyf eru ekki í skiptiskrá.

Meginþorri þessara upplýsinga hefur hingað til verið aðgengilegur í viðmiðunarverðskrá en þjónustan verður nú bætt með útgáfu skiptiskrár.

Tæknistakkur vefþjónustunnar uppfærður

Til að gera þetta kleift hefur tæknistakkur vefþjónustunar nú verið uppfærður og styður hann nú útgáfustýringu (e.versioning). Nýju upplýsingarnar um skiptiskrána eru aðgengilegar í V3 af vefþjónustunni. Jafnframt mun þetta auðvelda mjög allar framtíðarbreytingar á vefþjónustunni.

Slóðirnar á endapunktana eru þær sömu svo notendur ættu ekki að þurfa breyta neinu í kerfunum hjá sér. Hins vegar hafa slóðirnar á Swagger-umhverfið breyst lítillega. Þá hafa eldri SOAP þjónustur verið uppfærðar en samkvæmt notkunartölum voru þær ekki í notkun.

Vefþjónusta Vefslóð 
Raunumhverfi REST (úrelt) https://ws.lyfjastofnun.is/rest/swagger/ui/index.html 
Raunumhverfi REST (ný) https://ws.lyfjastofnun.is/rest/swagger/index.html 
Prófunarumhverfi REST (úrelt) https://testws.lyfjastofnun.is/Rest/swagger/ui/index.html 
Prófunarumhverfi REST (ný) https://testws.lyfjastofnun.is/Rest/swagger/index.html 
Síðast uppfært: 29. desember 2023
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat