Lyfjaverðskrá októbermánaðar endurútgefin

Skráning fimm vörunúmera lagfærð og tveimur lyfjum bætt við verðskrána frá fyrri útgáfu

Lyfjaverðskrá 1. október 2024 hefur verið endurútgefin.

Í ljós kom að láðst hafði að skrá fimm vörunúmer sem undanþáguvörunúmer, auk þess sem tveimur lyfjum, sem leysa úr bráðum skorti, var bætt við fyrri útgáfu, Pulmicort og Flixotide.

Uppfærða verðskrá, ásamt öðrum skjölum má nálgast á sínum stað á vef Lyfjastofnunar.

Síðast uppfært: 30. september 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat