Markaðsleyfishöfum gert að tilkynna um lyfjaskort til Lyfjastofnunar

Í dag tekur gildi nýtt kerfi þar sem markaðsleyfishöfum verður gert að tilkynna Lyfjastofnun um fyrirsjáanlegan skort lyfja með góðum fyrirvara. Tilkynningareyðublað hefur verið gefið út. Nýjasta útgáfa eyðublaðsins verður aðgengileg hverju sinni á vefnum.

Markaðsleyfishafa eða umboðsmanni hans ber að fylla út eyðublaðið og senda það til Lyfjastofnunar með góðum fyrirvara á netfangið [email protected]. Í efnislínu tölvupóstsins skal rita: Lyfjaskortur ásamt nafni umrædds lyfs.

Á næstunni hyggst Lyfjastofnun birta á vefnum lista yfir lyf sem ekki eru fáanleg tímabundið hverju sinni, svokallaða biðlista, sem og upplýsingar um lyf sem gætu komið í stað þess sem vantar. Útfærsla og framkvæmd er í vinnslu og verður tilkynnt um málið á vef Lyfjastofnunar.

Tilkynningareyðublað vegna lyfjaskorts

Sjá einnig: upplýsingasíða um lyfjaskort

Síðast uppfært: 14. nóvember 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat