Naloxone nefúði gerður aðgengilegur um allt land, notendum að kostnaðarlausu

Landspítali og heilbrigðisráðuneytið vinna að því að lyfið Naloxone í nefúðaformi verði aðgengilegt hjá viðeigandi aðilum um allt land. Lyfið er þá til taks þegar þörf er á. Naloxone er mótefni við of stórum skammti ópíóíðlyfja og er nefúðinn notaður sem neyðarmeðferð.

Landspítali og heilbrigðisráðuneytið vinna að því að lyfið Naloxone í nefúðaformi verði aðgengilegt hjá viðeigandi aðilum um allt land. Lyfið er þá til taks þegar þörf er á. Naloxone er mótefni við of stórum skammti ópíóíðlyfja og er nefúðinn notaður sem neyðarmeðferð.

Landspítali bauð lyfið út fyrr í vor en frá og með 1. júlí greiðir heilbrigðisráðuneytið allan kostnað vegna lyfsins sem verður notendum að kostnaðarlausu.

Naloxone er lyfseðilsskylt og notkun hefur verið í gegnum lækni sem ávísar lyfinu beint til sjúklings.

Lyfjastofnun lagði til breytingu á því verklagi á þessu ári. Bent var á möguleikann á að læknar gætu ávísað lyfinu til fyrirtækja eða stofnanna sem þjónusta fólk sem glímir við ópíóíðafíkn og/eða aðstandendum þeirra.

Nú er unnið að því að um allt land verði viðeigandi aðilar með aðgang að lyfinu og svo hægt verði að dreifa því eftir þörfum. Þessum aðilum ber einnig skylda að sinna fræðslu um notkun lyfsins í bráðaaðstæðum. Naloxone er hvorki ávanabindandi né hættulegt en nauðsynlegt er þó að koma viðkomandi undir læknishendur eftir notkun þess.

Gert er ráð fyrir því að þjónustan verði nýtt hjá eftirfarandi aðilum:

  • Rauða kross Íslands / Frú Ragnheiði og Ylju
  • Lögreglu
  • Heilsugæslum
  • Björgunarsveitum
  • félagsþjónustu sveitarfélaga og úrræða á þeirra vegum sem koma að þjónustu við einstaklinga með ópíóíðafíkn

Víða erlendis hefur dregið úr dauðsföllum vegna ofneyslu ópíóíða eftir að stjörnvöld juku aðgengi að Naloxone. Fordæmum er fylgt með þessum breytingum.

Lyfið er markaðssett undir sérlyfjaheitinu Nyxoid og nálgast má fylgiseðil lyfsins ásamt frekari upplýsingum og kennslumyndbandi í sérlyfjaskrá.

Síðast uppfært: 4. júlí 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat