Ný hlutverk Lyfjastofnunar frá 1. janúar 2021

Við gildistöku lyfjalaga nr. 100/2020 fær Lyfjastofnun ný hlutverk sem varða m.a. ákvarðanir verðs og greiðsluþátttöku lyfja

Ný hlutverk

Við gildistöku lyfjalaga nr. 100/2020 fær Lyfjastofnun það hlutverk að ákvarða hámarksverð í heildsölu og smásölu á ávísunarskyldum lyfjum og öllum dýralyfjum, hvort sem þau eru ávísunarskyld eða ekki. Einnig skal stofnunin ákvarða hvort sjúkratryggingar taki þátt í að greiða lyf sem eru á markaði hér á landi, þ.e. það verð sem sjúkratryggingar skulu miða greiðsluþátttöku sína við að teknu tilliti til afsláttar sem lyfsöluleyfishafi veitir við afgreiðslu lyfjaávísunar. Jafnframt skal stofnunin ákvarða hvort lyf teljist leyfisskylt lyf sem og greiðsluþátttöku í leyfisskyldum lyfjum. Enn fremur skal Lyfjastofnun ákvarða greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í undanþágulyfjum. Erindi sem varða framangreind hlutverk óskast send til [email protected].

Upplýsingamiðlun

Öll upplýsingamiðlun varðandi framangreind hlutverk verður á höndum Lyfjastofnunar frá og með 1. janúar nk.

Öllum fréttum sem varða hlutverk Lyfjastofnunar er miðlað á vef stofnunarinnar. Í boði eru tvær leiðir til þess að gerast áskrifandi að útgefnum fréttum. Annars vegar er það skráning á póstlista stofnunarinnar og hins vegar áskrift að fréttum í rauntíma með RSS veitu. Þeir sem eru skráðir á póstlista Lyfjastofnunar fá sendan tölvupóst á netfangið sem gefið var upp, alla fimmtudagsmorgna. Tölvupósturinn inniheldur samansafn frétta sem gefnar voru út undangengna viku. Með áskrift að RSS veitu fá skráðir notendur allar útgefnar fréttir í rauntíma á tölvupóstfangið sitt.

Sjá nánari upplýsingar um póstlista stofnunarinnar ásamt upplýsingum um persónuvernd og meðhöndlun persónugreinanlegra upplýsinga.

Síðast uppfært: 29. desember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat