Ný lyf á markað 1. ágúst 2017

Attentin
töflur. Hver tafla inniheldur 5, 10 eða 20 mg af dexamfetamin súlfati.
Hjálparefni með þekkta verkun er isomalt. Lyfið er ætlað til notkunar sem hluti
af víðtækri meðferðaráætlun við athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) hjá börnum
og unglingum, 6 til 17 ára, þegar svörun við fyrri meðferð með methylphenidati
er talin klínískt ófullnægjandi. Yfirleitt felur víðtæk meðferðaráætlun í sér
sálfræðileg, menntunarleg og félagsleg úrræði.Lyfið er undir sérstöku eftirliti
til að nýjar upplýsingar um öryggi þess komist fljótt og örugglega til skila.
Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur
er um að tengist lyfinu. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun
hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins
séu uppfyllt. Lyfið er eftirritunarskylt og hámarksmagn
sem ávísa má með lyfseðli er sem svarar 30 daga skammti.

Cleye
augndropar, lausn. Hver ml inniheldur 0,12 mg af naphazolinhýdróklóríði. Lyfið
er ætlað við vægum roða og ertingu sem stöku sinnum kemur fram í auga hjá fullorðnum
og börnum, 12 ára og eldri. Lyfið er selt án lyfseðils.

Doxorubicin
medac
innrennslislyf, lausn. Hver ml inniheldur 2 mg af
doxórúbicínhýdróklóríði. Lyfið er frumuskemmandi lyf sem er ætlað til meðferðar
við illkynja æxlum af ýmsum toga. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er
bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Emtricitabine/Tenofovir
disoproxil Krka
filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 200 mg
af emtrícítabíni og 245 mg af tenófóvír tvísóproxíli. Hjálparefni með þekkta
verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við HIV-sýkingu í samsettri
meðferð gegn retróveirum á fullorðnum einstaklingum. Lyfið er sjúkrahúslyf og
ávísun þess er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi
er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og
verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Til að lágmarka áhættu eða tryggja
rétta verkun við notkun þessa lyfs hafa lyfjayfirvöld gert kröfu um útgáfu og
dreifingu öryggisupplýsinga til viðbótar við SmPC, fylgiseðil og áletranir. Athugið
að verið getur að afhenda þurfi sjúklingum útgefið efni, áður en lyfinu er
ávísað eða notkun þess hafin. Útgefið efni er aðgengilegt hjá
markaðsleyfishafa.

Etoricoxib
Krka
filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 30, 60, 90 eða
120 mg af etoricoxibi. Lyfið er ætlað fullorðnum og unglingum, 16 ára og eldri,
til meðferðar við einkennum slitgigtar, iktsýki, hrygggiktar og við verkjum og
bólgueinkennum tengdum bráðri þvagsýrugigt. Einnig ætlað fullorðnum og unglingum,
16 ára og eldri, til skammtíma meðferðar við miðlungi miklum verkjum í tengslum
við tannaðgerðir. Ákvörðunin um að ávísa sértækum Cox-2 hemli skal vera
byggð á heildaráhættumati fyrir hvern einstakan sjúkling. Lyfið er
lyfseðilsskylt.

Gliclatim
töflur með breyttan losunarhraða. Hver tafla inniheldur 30 mg af gliclazidi.
Lyfið er ætlað til meðferðar á insúlínóháðri sykursýki (gerð 2) hjá fullorðnum,
þegar breytt mataræði, hreyfing og þyngdartap eitt og sér nægir ekki til að ná
stjórn á blóðsykri. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Influvac
stungulyf, dreifa í áfylltri sprautu. Lyfið inniheldur Inflúensuveiru
yfirborðsmótefnavaka af þremur stofnum (A/California/7/2009 (HIN1), A/Hong Kong/4801/2014
(H3N2) og B/Brisbane/60/2008). Bóluefnið er í samræmi við ráðleggingar WHO
(norðurhvel) og ákvarðanir Evrópusambandsins varðandi tímabilið 2016/2017. Lyfið
er lyfseðilsskylt.

REKOVELLE
stungulyf, lausn í rörlykju.  Hver ml af
lausn inniheldur 33.3 míkróg of follitropin delta, manna raðbrigða FSH
(recombinant follicle-stimulating hormone) framleitt með erfðatækni með því að
nota frumulínu úr mönnum. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar
upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila.
Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur
er um að tengist lyfinu. Lyfið er ætlað til að stýra örvun eggjastokka til að
ná fram þroska margra eggbúa hjá konum sem gangast undir tæknifrjóvgun t.d. við
glasafrjóvgun eða flutning sáðfrumu inn í eggfrumu. Lyfið er lyfseðilsskylt og
ávísun þess er bundin við sérfræðinga í kvensjúkdómum og fæðingarhjálp og
sérfræðinga í innkirtlasjúkdómum.

Terbinafin
Medical Valley
töflur. Hver tafla inniheldur 250 mg af terbinafini hýdróklóríði.
Lyfið er notað til meðhöndlunar sveppasýkinga í húð og nöglum þegar lyfjagjöf til
inntöku er talin viðeigandi. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Truberzi
filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 75 eða 100 mg af
eluxadolíni. Lyfið er ætlað fullorðnum við meðferð við heilkenni ristilertingar
með niðurgangi. Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar
um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn
eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist
lyfinu. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Vemlidy
filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur tenófóvír alafenamíð
fúmarat sem samsvarar 25 mg af tenófóvír alafenamíði. Hjálparefni með þekkta
verkun

er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á langvinnri
lifrarbólgu B hjá fullorðnum einstaklingum og unglingum (12 ára og eldri með
líkamsþyngd að lágmarki 35 kg). Þetta lyf er undir sérstöku eftirliti til að
nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir
til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Lyfið er
sjúkrahúslyf og ávísun þess
er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í
meltingarfærasjúkdómum.

Sjá
lista

Síðast uppfært: 3. ágúst 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat