Ný lyf á markað 1. febrúar 2017

Ibrance. Hörð hylki. Hvert hylki inniheldur 75 mg, 100 mg eða 125 mg af palbociclibi. Lyfið er ætlað til meðferðar á brjóstakrabbameini. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Imatinib Mylan. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 100 mg eða 400 mg af imatinibi. Lyfið er ætlað við ýmsum gerðum krabbameina. Lyfið er sjúkrahúslyf og ávísun þess er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum.

Kairasec. Töflur. Hver tafla inniheldur 8 mg, 16 mg eða 32 mg af candesartancilexetili. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er ætlað til meðferðar við háþrýstingi og við hjartabilun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley. Filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 50 mg af lósartankalíum og 12,5 mg af hýdróklórtíazíði eða 100 mg af lósartankalíum og 25 mg af hýdróklórtíazíði. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósi. Lyfið er er ætlað til meðferðar á háþrýstingi hjá sjúklingum þegar hvorki hefur náðst nægileg stjórn á blóðþrýstingi með lósartani eða hýdróklórtíazíði einu sér. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Síðast uppfært: 3. febrúar 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat