Ný lyf á markað 1. júní 2017

Blincyto Stofn fyrir innrennslisþykkni, lausn og lausn fyrir innrennslislyf, lausn / 38,5 míkróg. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum með fíladelfíulitningsneikvætt, brátt B-forvera eitilfrumuhvítblæði (acute lymphoblastic leukaemia, ALL) sem er endurkomið eða svarar ekki meðferð. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í blóðsjúkdómum. Markaðssetning á Íslandi er háð því að Lyfjastofnun hafi staðfest að sérstök skilyrði er varða öryggi og verkun við notkun lyfsins séu uppfyllt. Til að lágmarka áhættu eða tryggja rétta verkun við notkun þessa lyfs hafa lyfjayfirvöld gert kröfu um útgáfu og dreifingu öryggisupplýsinga til viðbótar við SmPC, fylgiseðil og áletranir. Athugið að verið getur að afhenda þurfi sjúklingum útgefið efni, áður en lyfinu er ávísað eða notkun þess hafin. Útgefið efni er aðgengilegt hjá markaðsleyfishafa.

Latanoprost Mylan Augndropar, lausn / 50 míkróg/ml. Lyfið er ætlað til lækkunar hækkaðs augnþrýstings (intraocular pressure) hjá sjúklingum með gleiðhornsgláku (open angle glaucoma) og hækkaðan augnþrýsting og lækkunar hækkaðs augnþrýstings hjá börnum með hækkaðan augnþrýsting og barnagláku. Lyfið er lyfseðilsskylt.

NOCDURNA Frostþurrkuð tafla / 25 míkróg eða 50 míkróg. Lyfið er ætlað til meðferðar á einkennum næturþvagláta vegna sjálfvakinnar ofsamigu að nóttu hjá fullorðnum. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Onivyde Innrennslisþykkni, lausn / 5 mg/ml. Lyfið er ætlað við meðferð á kirtilfrumukrabbameini í brisi með meinvörpum, í samsettri meðferð með 5-flúóróúracíl (5-FU) og levkóvoríni (LV) hjá fullorðnum sjúklingum þar sem sjúkdómur hefur versnað eftir meðferð með gemcítabíni. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Vetmedin vet. Tuggutafla / 1,25 mg, 5 mg eða 10 mg. Lyfið er ætlað hundum til meðferðar við hjartabilun sem stafar af hjartavíkkunarkvilla eða hjartalokubilun (mítral- og/eða þríblöðkulokuleka) og til meðhöndlunar á hjartavíkkunarkvilla á forklínísku stigi (einkennalausum með aukningu á þvermáli lokaslagbils og lokaþanbils vinstri slegils) í dobermanhundum eftir greiningu hjartasjúkdóms með hjartaómskoðun. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Sjá lista

Síðast uppfært: 6. júní 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat