Ný lyf á markað 1. maí 2017

Aripiprazole Mylan Pharma, töflur. Hver tafla inniheldur 5, 10 eða 15 mg af aripiprazoli. Hjálparefni með þekkta verkun er maltósi. Lyfið er ætlað til meðferðar á geðklofa hjá fullorðnum og unglingum, 15 ára og eldri og til meðferðar á meðalalvarlegu til alvarlegu oflæti hjá sjúklingum með geðhvarfasýki I og til meðferðar í allt að 12 vikur á meðalalvarlegum til alvarlegum oflætisfasa hjá unglingum 13 ára og eldri með geðhvarfasýki I. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Bloxazoc, forðatöflur. Hver tafla inniheldur metoprolol succinat sem jafngildir 25, 50, 100 eða 200 mg af metoprolol tartrati. Lyfið er ætlað til meðferðar á: háþrýsitingi, hjartaöng, hjartsláttartruflunum, einkum ofanslegilshraðtakti, lækkun á sleglatíðni bæði við gáttatifi og aukaslögum í sleglum, hjartsláttarónotum vegna starfræns hjartasjúkdóms og til fyrirbyggjandi meðferðar við hjartabilun og mígreni. Lyfið er lyfseðilsskylt.

Galafold, hörð hylki. Hvert hylki inniheldur migalastat hýdróklóríð sem jafngildir 123 mg af migalastati. Lyfið er ætlað til langtímameðferðar hjá fullorðnum og unglingum 16 ára og eldri með staðfesta greiningu á Fabry-sjúkdómi (skortur á α-galaktósíðasa A) og eru með móttækilega stökkbreytingu (amenable mutation). Lyfið sjúkrahúslyf og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila (merkt svörtum þríhyrning). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í hjartasjúkdómum og sérfræðinga í nýrnasjúkdómum.

Microstad, húðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 150 míkrógrömm af levonorgestreli og 30 míkrógrömm af ethinylestradioli. Hjálparefni með þekkta verkun er laktósa og súkrósa. Lyfið er getnaðarvarnarlyf til inntöku. Lyfið er Lyfseðilsskylt.

Zepatier, filmuhúðaðar töflur. Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 87,02 mg af laktósa (sem einhýdrat) og 3,04 mmól (eða 69,85 mg) af natríum. Lyfið er ætlað til meðferðar á langvinnri lifrarbólgu C (CHC) hjá fullorðnum. Lyfið er sjúkrahúslyf og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila (merkt svörtum þríhyrning). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum og sérfræðinga í meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum.

Zykadia, hörð hylki. Hvert hart hylki inniheldur 150 mg af ceritinibi. Lyfið er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum sjúklingum með ALK (anaplastic lymphoma kinase)-jákvætt, langt gengið lungnakrabbamein sem ekki er af smáfrumugerð (non-small cell lung cancer (NSCLC)) sem áður hafa fengið meðferð með crizotinibi. Lyfið sjúkrahúslyf og er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila (merkt svörtum þríhyrning). Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í krabbameinslækningum.

Sjá lista

Síðast uppfært: 3. maí 2017
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat