ATC flokkur A – meltingarfæri og efnaskipti
Corsodyl (Heilsa), munnholslausn
Hver ml af lyfinu inniheldur 2 mg af klórhexidíndíglúkónati.
Corsodyl (Heilsa) er til sótthreinsunar fyrir og eftir munn- og tannaðgerðir og tímabundin meðferð til varnar bakteríum, tannsteini og munnbólgu. Lausninni er einnig notuð fyrir einstaklinga með spangir vegna tannréttinga.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu
Esomeprazol Krka (Heilsa), magasýruþolið hart hylki
Lyfið fæst í einum styrkleika og inniheldur hvert hylki 20 mg af esomeprazoli sem magnesíumtvíhýdrat.
Esomeprazol Krka er ætlaðfullorðnum við:
- Bakflæðisjúkdóm í vélinda
- Með sýklalyfjum til upprætingar á Helicobacter pylori
- Fyrir sjúklinga sem eru í samfelldri meðferð með bólgueyðandi gigtarlyfjum (NSAID)
- Framhaldsmeðferð eftir innrennsli i æð til að koma í veg fyrir endurteknar blæðingar úr magasárum
- Meðferð við Zollinger Ellison heilkenni
Einnig er það notað hjá unglingum 12 ára og eldri við bakflæðissjúkdómi í vélinda og í samsettri meðferð með sýklalyfjum til upprætingar á skeifugarnarsári af völdum Helicobacter pylori.
Lyfið er samhliða innflutt og fást 20 mg í lausasölu í 28 stk pakkningu.
Gaviscon (Heilsa), mixtúra, dreifa
1 ml af lyfinu inniheldur:
- Natríumalgínat 50 mg
- Natríumhýdrógenkarbónat 17 mg
- Álhýdroxíð 15 mg
- Kalsíumkarbónat 15 mg
Gaviscon (Heilsa) er notað til meðferðar við vélindabólgu vegna bakflæðis eða fyrir þindarslit og er það notað fyrir bæði börn og fullorðna.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
Movicol Junior (Heilsa), mixtúruduft, lausn
Hvert stakskammtaílát inniheldur:
- 6,563 mg macrogol 3350
- 175,4 mg natríumklóríð
- 89,3 mg natríumhýdrógenkarbónat
- 25,1 mg kalíumklóríð
Lyfið er notað til meðferðar við langvinnri hægðatregðu hjá 1 árs til 11 ára.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
Microlax (Heilsa), endaþarmslausn
Hver ml af lyfinu inniheldur 90 mg af natríumsítrati og 9 mg af natríumlárisúlfóasetati.
Microlax er notað til þarmahreinsunar fyrir skurðaðgerðir, endaþarmsspeglun eða röntgenmyndatöku. Einnig er það notað við hægðatregðu.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
ATC flokkur B – blóð og blóðmyndandi líffæri
Duroferon (Heilsa), forðatafla
Lyfið inniheldur u.þ.b. 320 mg af þurrkuðu járnsúlfati sem að jafngildir 100 mg járni í hverri töflu.
Duroferon (Heilsa) er notað við járnskorti eða blóðleysi sem verður vegna járnskorts. Einnig er lyfið notað til forvarnar fyrir blóðgjafa.
Lyfið er samhliða innflutt og fæst í lausasölu.
ATC flokkur C – Hjarta- og æðakerfi
Doloproct, endaþarmsstíll
Hvert gramm af kreminu inniheldur 1 mg af flúókortólónpívalati og 20 mg af lídókaínhýdróklóríði.
Doloproct endaþarmskrem er notað sem einkennabundin meðferð við verkjum og bólgum hjá fullorðnum vegna gyllinæðar og endaþarmsbólgu sem ekki er smitandi. Einnig er lyfið notað við endaþarmsexemi.
Lyfið er frumlyf og lyfseðilskylt.
ATC flokkur J – sýkingalyf til altækrar notkunar
Epclusa, filmuhúðuð tafla – nýr styrkleiki
Lyfið er nú fáanlegt í tveimur styrkleikum. Í nýja styrkleikanum inniheldur hver filmuhúðuð tafla 200 mg sófosbúvír og 50 mg velpatasvír. Þegar voru á markaði filmuhúðaðar töflur sem innihéldu 400 mg sófosbúvír og 100 mg velpatasvír.
Epclusa er ætlað til meðferðar gegn langvinnri lifrarbólgu C hjá sjúklingum 3 ára og eldri.
Lyfið er frumlyf og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í smitsjúkdómum, meltingarfærasjúkdómum með sérþekkingu á lifrarsjúkdómum, barnasmitsjúkdómum, barnameltingafærasjúkdomum og ávana- og fíknisjúkdómum.
ATC flokkur L – Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar
AUBAGIO, filmuhúðuð tafla – nýr styrkleiki
Nýi styrkleiki lyfsins inniheldur 7 mg af teriflúnómíði og bætist hann við 14 mg töflur sem þegar voru á markaði.
AUBAGIO er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum og börnum 10 ára og eldri við kastaformi heila- og mænusiggs (MS).
Lyfið er frumlyf og er ávísun þess bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum.
ATC flokkur M – Stoðkerfi
Ibuprofen Zentiva, filmuhúðuð tafla
Hver filmuhúðuð tafla inniheldur 600 mg af íbúprófeni
Ibuprofen Zentiva er ætlað til meðferðar við gigtarsjúkdómum en að auki er það notað til meðferðar á tímabundnum verkjum, mígreni, tíðaverkjum og/eða hita fyrir fullorðna og unglinga sem náð hafa 40 kg (eldri en 12 ára).
Lyfið er samheitalyf Brufen og er lyfseðilskylt
ATC flokkur N – Taugakerfi
Melatonin Evolan, mixtúra, lausn
1 ml af mixtúrunni inniheldur 1 mg af melatoníni.
Melatonin Evolan er notað sem skammtímameðferð við flugþreytu hjá fullorðnum og svefnleysi hjá 6-17 ára sem hafa greinst með ADHD og aðrar aðgerðir til að bæta svefnvenjur hafa ekki virkað á.
Lyfið er lyfseðilskylt.
Zonnic (Heilsa), munnholsúði, lausn
Í hverjum úða er 1 mg af nikótíni.
Zonnic (Heilsa) er notað til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr löngun í nikotín og fráhvarfseinkennum sem auðveldar reykingafólki að hætta að reykja eða draga úr reykingum.
Lyfið er innflutt samhliða og fæst í lausasölu.
ATC flokkur R – Öndunarfæri
Mucomyst, freyðitafla
Í hverri freyðitöflu eru 200 mg af acetylcysteini.
Mucomyst er slímlosandi og ætlað fyrir fullorðna og börn 5 ára og eldri.
Lyfið fæst í lausasölu.
ATC VET flokkur QH – Hormónalyf til altækrar notkunar, önnur en kynhormón og insúlín
Alfadexx Vet, stungulyf, lausn
1 ml af lausninni inniheldur 2 mg dexametasón sem 2,63 mg dexametasón natríumfosfat.
Lausnin er fyrir hesta, nautgripi, geitur, svín, hunda og ketti
Alfadexx Vet er notað við meðferð við bólgu og ofnæmisviðbrögðum. Lyfið er einnig notað við meðferð við liðbólgu, belgbólgu eða sinaslíðursbólgu hjá hestum. Hjá nautgripum er það einnig notað til að koma af stað burði. Hjá nautgripum og geitum er lyfið notað til meðferðar við frumkominni ketóneitrun (ketósýring blóðs).
Lyfið er samheitalyf Dexadreson, er lyfseðilskylt og má eingöngu nota handa dýrum þegar dýralæknir gefur það sjálfur.
ATC VET flokkur QN – Taugakerfi
Ketexx Vet, stungulyf, lausn
1 ml af lausninni inniheldur 100 mg af ketamíni sem jafngildir 115,3 mg af ketamínhýdróklóríði.
Lausnin er fyrir hunda, ketti, nautgripi, sauðfé geitur, naggrísi, hamstra, kanínur (sem eru gæludýr), rottur og mýs
Ketexx Vet er notað samhliða róandi lyfi við framköllun hreyfingarleysis, slævingu og svæfingu.
Lyfið er samheitaleyf Imalgene, lyfseðilsskylt og er notkun þess bundin því að dýralæknir gefi það sjálfur.
ATC VET flokkur QP – Sníklalyf, skordýraeitur og skordýrafælur
Bimectin Horse Oral Paste, pasta til inntöku
Bimectin Horse Oral Paste inniheldur 18,7 mg/g af ivermectini.
Pastað er ætlað til meðferðar við sjúkdómum í hestum af völdum sníkjudýra.
Lyfið er lyfseðilskylt.
Yfirlit
Ný lyf á markað 1. júní 2023
Lyfjaheiti | Lyfjaform | Styrkleiki | Magn | Ávana og fíknilyf |
Alfadexx Vet | Stungulyf, lausn | 2 mg/ml | 100 ml | Nei |
Bimecting Horse Oral Paste | Pasta til inntöku | 18,7 mg/g | 6,42 g | Nei |
Corsodyl (Heilsa) | Munnholslausn | 2 mg/ml | 300 ml | Nei |
Doloproct | Endaþarmsstíll | 1 mg + 40 mg | 10 stk | Nei |
Doloproct | Endaþarmskrem | 1 mg/g + 20 mg/g | 30 g | Nei |
Duroferon (Heilsa) | Forðatafla | 100 mg | 100 stk | Nei |
Esomeprazol Krka (Heilsa) | Magasýruþolið hart hylki | 20 mg | 28 stk | Nei |
Gaviscon (Heilsa) | Mixtúra, dreifa | 400 ml | Nei | |
Ibuprofen Zentiva | Filmuhúðuð tafla | 600 mg | 30 stk og 100 stk | Nei |
Ketexx Vet | Stungulyf, lausn | 100 mg/ml | 50 ml | Já |
Melatonin Evolan | Mixtúra, lausn | 1 mg/ml | 200 ml | Nei |
Microlax (Heilsa) | Endaþarmslausn | 5 ml x 4 og 5 ml x 12 | Nei | |
Movicol Junior (Heilsa) | Mixtúruduft, lausn | 6,9 g | 30 stk | Nei |
Mucomyst | Freyðitafla | 200 mg | 25 stk | Nei |
Zonnic (Heilsa) | Munnholsúði, launs | 1 mg/úði | 200 skammtar x 2 | Nei |
Nýir styrkleikar á markað 1. júní 2023
Lyfjaheiti | Lyfjaform | Styrkleiki | Magn | Ávana og fíknilyf |
AUBAGIO | Filmuhúðuð tafla | 7 mg | 28 stk | Nei |
Epclusa | Filmuhúðuð tafla | 200 mg + 50 mg | 28 stk | Nei |
Frekari upplýsingar um hvert lyf má lesa í lista um ný lyf til birtingar í júní. Hafa ber í huga að listinn er birtur með fyrirvara um breytingar.