Ný lyf á markað í september

Ný lyf á markað 1. september 2020

Dailiport,
forðahylki. Hvert hart forðahylki inniheldur 0,5 mg, 1 mg, 2 mg, 3 mg eða 5 mg takrólímus sem einhýdrat. Lyfið er ætlað sem fyrirbyggjandi meðferð gegn líffærahöfnun við ósamgena ígræðslu hjá fullorðnum nýrna- og lifrarþegum. Það er einnig ætlað til meðferðar gegn höfnun eftir ósamgena ígræðslu hjá fullorðnum sjúklingum sem ekki svara meðferð með öðrum ónæmisbælandi lyfjum. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga sem hafa reynslu af meðferð sjúklinga eftir líffæraígræðslu. Lyfið er samheitalyf lyfsins Advagraf og er lyfseðilsskylt.

DOVATO,
filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur dolutegravir natríum sem jafngildir 50 mg dolutegravir og 300 mg lamivudin. Lyfið er ætlað til meðferðar á HIV-1 sýkingu hjá fullorðnum og unglingum eldri en 12 ára sem vega að minnsta kosti 40 kg sem hvorki eru með þekkt ónæmi né grun um ónæmi gegn integrasahemlum eða lamivudini. Ávísun lyfsins er bundin sérfræðingum í smitsjúkdómum. Lyfið er samsett lyf (e. fixed-dose combination) og er lyfseðilsskylt.

Nicorette Quickmist Cool Berry, munnholsúði, lausn. Einn úði gefur 1 mg af nikótíni í 0,07 ml af lausn. Lyfið er ætlað til meðferðar við tóbaksfíkn hjá fullorðnum með því að draga úr fráhvarfseinkennum vegna nikótíns, þ.m.t. nikótínþörf þegar reynt er að hætta að reykja. Helst á að nota lyfið samhliða atferlismeðferð ásamt stuðningi. Lyfið er lausasölulyf.

Paradorm,
filmuhúðaðar töflur. Hver tafla inniheldur 500 mg af parasetamóli og 25 mg af dífenhýdramínhýdróklóríði. Lyfið er ætlað til skammtíma verkjastillingar fyrir svefn, til dæmis verks vegna kvefs og flensu, gigtar- og vöðvaverkja, bakverkjar, tannverkjar, höfuðverkjar og tíðaverkjar sem valda svefnerfiðleikum. Lyfið er samheitalyf og er lausasölulyf.

Takhzyro,
stungulyf, lausn. Ein eining í hettuglasi inniheldur 300 mg af lanadelúmabi í 2 ml lausn. Lanadelúmab er framleitt í frumum úr eggjastokkum kínverskra hamstra með raðbrigða DNA tækni. Lyfið er ætlað til reglubundinnar fyrirbyggjandi meðferðar við endurteknum köstum arfgengs ofsabjúgs hjá sjúklingum 12 ára og eldri. Lyfið er undir sérstöku eftirliti til að nýjar upplýsingar um öryggi lyfsins komist fljótt og örugglega til skila. Heilbrigðisstarfsmenn eru hvattir til að tilkynna allar aukaverkanir sem grunur er um að tengist lyfinu. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum. Lyfið er frumlyf og er lyfseðilsskylt.

Síðast uppfært: 17. nóvember 2020
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat