Nýjar upplýsingar á vef Lyfjastofnunar

Vakin er athygli á að birtar hafa verið nýjar upplýsingar á vef Lyfjastofnunar.  Leiðarvísir um lyfjaauglýsingar annars vegar, og leiðbeiningar til starfsmanna heilbrigðisstofnana um öflun, geymslu og meðferð lyfja hins vegar. Vísað er í lög og reglugerðir sem liggja til grundvallar.

Leiðarvísir um lyfjaauglýsingar

Leiðarvísir um lyfjaauglýsingar er ætlaður til glöggvunar þeim sem selja og flytja inn lyf, sem og heilbrigðisstarfsmönnum og almenningi. Fjallað er um skilgreiningu hugtaksins lyfjaauglýsing, hverjir megi auglýsa lyf og þá hvernig, um skorður við auglýsingum, eftirlit og viðurlög. Leiðarvísinn má finna í kafla um eftirlit á valstiku á forsíðu.

Leiðbeiningar fyrir starfsmenn heilbrigðisstofnana

Leiðbeiningar fyrir starfsmenn heilbrigðisstofnana koma til viðbótar við þær upplýsingar sem fyrir eru í eftirlitskafla/heilbrigðisstofnanir á valstiku. Nýju leiðbeiningarnar lúta að öflun, geymslu og meðferð lyfja á sjúkrahúsum, hjúkrunar- og dvalarheimilum, meðferðarstofnunum og öðrum stofnunum sem reknar eru samkvæmt lögum um heilbrigðisþjónustu eða öðrum sérlögum um lyfjafræðilega þjónustu. Þar er m.a. vikið að varðveislu og umsýslu almennra lyfja og eftirritunarskyldra lyfja, aðgengi að og eftirlit með lyfjageymslum, auk fjölmargra annarra þátta sem snerta lyfjaumsýslu á heilbrigðisstofnunum.   

Síðast uppfært: 26. apríl 2018
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat