Frumlyf
Lyfið Kimmtrak (tebentafusp) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar til meðferðar sortuæxlis í auga (e. uveal melanoma).
Bóluefnið PreHevbri gegn lifrarbólgu B smiti hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar.
Nefndin mælti með útgáfu markaðsleyfis lyfsins Kapruvia (difelikefalin) til meðferðar miðlungsalvarlegs til alvarlegs kláða í tengslum við langvinnan nýrnasjúkdóm.
Lyfið Orgovyx (relugolix) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar. Lyfið er ætlað til meðferðar krabbameins í blöðruhálskirtli.
Nefndin mælti með útgáfu markaðsleyfis lyfsins Quviviq (daridorexant) til meðferðar svefnleysis.
Lyfið Vydura (rimegepant) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar til forvarnar- og bráðameðferðar mígrenis.
Líftæknilyfshliðstæður
Tvær líftæknilyfshliðstæður fengu jákvæða umsögn nefndarinnar; Inpremzia og Truvelog Mix 30, en bæði lyfin eru til meðferðar sykursýki.
Samheitalyf
CHMP mælti með útgáfu markaðsleyfa fyrir fimm samheitalyf.
Nýjar ábendingar
Nefndin mælti með að níu nýjar ábendingar lyfja sem þegar hafa markaðsleyfi yrðu samþykktar.
COVID-19
CHMP mælti með að gjöf örvunarskammts af bóluefni BioNTech/Pfizer (Comirnaty) verði samþykkt frá 12 ára aldri. Sjá nánar í frétt á vef okkar.
Mælt var með að samþykkt notkun bóluefnis Moderna (Spikevax) yrði útvíkkuð, þannig að 6-11 ára geti fengið bóluefnið.
Nefndin mælti einnig með að hægt yrði að nota Spikevax í örvunarbólusetningu hjá þeim sem fengið hafa grunnbólusetningu með öðru bóluefni gegn COVID-19 (mRNA eða adenóveirubóluefni).