Nýtt frá CHMP – mars 2024

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 18.-21. mars sl. Meðal annars var samþykkt að nýtt sýklalyf gegn fjölónæmum bakteríum fengi markaðsleyfi

Á fundi sérfræðinganefndarinnar var mælt með að 12 lyf fengju markaðsleyfi, þar á meðal þau sem hér eru nefnd.

  • Lyfið Emblaveo (aztreonam-avibactam) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar. Það er til meðferðar við sýkingum af völdum fjölónæmra baktería, t.a.m. erfiðum iðra- og lungnasýkingum
  • Mælt með markaðsleyfi fyrir lyfið Awiqli (insulin icodec), nýtt sykursýkislyf sem aðeins þarf að gefa einu sinni í viku
  • Lyfið Fabhalta (iptacopan) við lotubundinni og næturtengdri blóðrauðamigu (Paroxysmal Nocturnal Haemoglobinuria, PNH) fékk jákvæða umsögn
  • Mælt var með markaðsleyfi fyrir Lytenava (bevacizumab) sem er meðferð við aldurstengdri sjónudepilsrýrnun (Neovascular age-related Macular Degeneration)

Síðast uppfært: 22. apríl 2024
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat