Á fundi sérfræðinganefndarinnar var mælt með að 12 lyf fengju markaðsleyfi, þar á meðal þau sem hér eru nefnd.
- Lyfið Emblaveo (aztreonam-avibactam) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar. Það er til meðferðar við sýkingum af völdum fjölónæmra baktería, t.a.m. erfiðum iðra- og lungnasýkingum
- Mælt með markaðsleyfi fyrir lyfið Awiqli (insulin icodec), nýtt sykursýkislyf sem aðeins þarf að gefa einu sinni í viku
- Lyfið Fabhalta (iptacopan) við lotubundinni og næturtengdri blóðrauðamigu (Paroxysmal Nocturnal Haemoglobinuria, PNH) fékk jákvæða umsögn
- Mælt var með markaðsleyfi fyrir Lytenava (bevacizumab) sem er meðferð við aldurstengdri sjónudepilsrýrnun (Neovascular age-related Macular Degeneration)