Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 15.-18. október sl. Mælt var með að sex lyfjum yrði veitt markaðsleyfi, þar af tveimur sem ætluð eru til meðhöndlunar á sjaldgæfum sjúkdómum (e. orphan medicines). Þetta eru lyfin Takhzyro, til meðhöndlunar á arfgengum ofsabjúg, og Namuscla, við vöðvaherpingi.
Nýtt frá CHMP – október
Síðast uppfært: 23. október 2018