Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um lyf fyrir menn (CHMP) hélt fund dagana 17.-20. september síðastliðinn. Mælt var með að þrettán lyfjum yrði veitt markaðsleyfi, þar á meðal nýju sýklalyfi, nýju mígrenilyfi, og þremur lyfjum sem ætluð eru til meðhöndlunar sjaldgæfra sjúkdóma (e. orphan medicines).
Nýtt frá CHMP – september
Síðast uppfært: 25. september 2018