Nýtt frá CHMP – September 2022 

Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu (EMA) um lyf fyrir men (CHMP) hélt fund 12.-15. september sl. Mælt var með að tólf ný lyf fengju markaðsleyfi

Frumlyf

Nefndin mælti með útgáfu markaðsleyfis fyrir lyfið Beyfortus (nirsevimab) sem er ætlað til forvarna fyrir sýkingu af RS vírus í nýburum og ungabörnum ef aukin hætta er á RS smiti í umhverfi þeirra.   

Livtencity (maribavir) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar til meðferðar stórfrumuveirusýkingar (cytomegalovirus) hjá fullorðnum sem hefur ekki svarað meðferð áður. Algengt er að veiran valdi sýkingu eftir stofnfrumumeðferð eða líffæraígræðslu. 

Ákveðið var að mæla með skilyrtu markaðsleyfi fyrir Zynlonta (loncastuximab tesirine) sem ætlað er til meðferðar á B-stórfrumueitilæxli með dreifmeingerð og ágengu B-frumueitilæxli  

Ný lyf við sjaldgæfum sjúkdómum

 Enjaymo (sutimlimab) hlaut meðmæli nefndarinnar en það er ætlað til meðferðar hjá fullorðnum einstaklingum sem eru með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur blóðleysi vegna niðurbrots rauðra blóðkorna í kulda.  

Mælt var með útgáfu markaðsleyfis fyrir Mycapssa (octreotide) sem meðferð við æsavexti, sjúkdómi þar sem líkaminn offramleiðir vaxtarhormón sem veldur t.d. ofvexti á höndum, fótum, enni, kjálka og nefi. 

Pyrukynd (mitapivat) hlaut jákvæða umsögn nefndarinnar sem meðferð við erfðasjúkdómi sem lýsir sér í skorti á pyruvate kínasa sem orsakar hratt niðurbrot á rauðum blóðkornum. 

Líftæknilyfshliðstæður og samheitalyf

Nefndin mælti með markaðsleyfi fyrir líftæknilyfshliðstæðuna Ximluci (ranibizumab) til meðferðar á aldurstengdri sjóndepilsrýrnun vegna nýæðamyndunar. 

Teriparatide SUN (teriparatide) hlaut meðmæli nefndarinnar til meðferðar á beinþynningu fullorðinna. 

Sorafenib Accord (sorafenib) hlaut jákvæða umsögn til meðferðar á lifrar- og nýrnakrabbameini.  

Teriflunomide Accord og Teriflunomide Mylan sem innihalda bæði virka efnið teriflunomide ætluð sem meðferð við heila- og mænusiggi (MS) hlutu jákvæða umsögn á fundinum.  

Nefndin gaf Melatonin Neurom (melatonin) jákvæða umsögn við meðferð svefnleysis. 

COVID-19

Eins og áður hefur verið fjallað um mælti nefndin með markaðsleyfi fyrir Comirnaty Original/Omicron BA.1 og Spikevax bivalent Original/Omicron BA.1  

Mælt var með því að markaðsleyfi Comirnaty og Spikevax væru uppfærð úr skilyrtum markaðsleyfum í hefðbundin markaðsleyfi byggt á reynslu af þeim og frekari rannsóknum framleiðenda. Nefndin mælti einnig með notkun Comirnaty fyrir börn frá fimm til ellefu ára.  

Comirnaty Original/Omicron BA.4-5 hlaut meðmæli nefndarinnar sem örvunarskammtur fyrir einstaklinga 12 ára og eldri 

Nefndin gaf Nuvaxovid jákvæða umsögn sem örvunarskammtur fyrir fullorðna sem hafa áður fengið Nuvaxovid. 

Önnur mál

Mælt var með viðbótarábendingum fyrir ellefu lyf og að markaðsleyfi tveggja lyfja væru dregin til baka.  

Nánar í frétt á vef EMA  

Síðast uppfært: 30. september 2022
Var efnið hjálplegt Nei

Hvað þarf að laga?


LiveChat