Sérfræðinefnd EMA um
eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) kom saman dagana 8.-11. apríl sl.
Hafin var vinna við mat á MS lyfinu Lemtrada, og estradíól-kremum þar sem
estradíól er í háum styrk.
Lemtrada
Nýjar upplýsingar um tilvik í
tengslum við Lemtrada gera að verkum að PRAC leggur til að ekki skuli hefja
meðferð með Lemtrada nema undir sérstökum kringumstæðum. Tilvikin sem um ræðir
birtast annars vegar á þann hátt að ónæmiskerfið starfar ekki sem skyldi, hins
vegar sem vandamál tengd hjarta og æðakerfi. Lemtrada, þar sem virka efnið er
alemtuzumab, er ekki á markaði á Íslandi.
Estradíól
Þá er hafin athugun á estradíól-kremum með háum styrk estradíóls en þau eru
gefin konum vegna þurrks í leggöngum eftir breytingaskeiðið. PRAC mun taka til
athugunar hvort upptaka estradíóls verði of mikil við notkun þessara krema, sem
geti þá valdið blóðtappa, heilablóðfalli og krabbameini í slímhúð legsins. Þessi
lyf eru ekki á markaði á Íslandi.